Fjölkvæni og barnaníðsla rannsökuð

Yfirvöld í Texas hafa fjarlægt ríflega 400 börn og 130 konur frá búgarði sem er í eigu sértrúasöfnuðar vegna rannsóknar á barnaníðslu. Lögregla fór á búgarðinn síðast liðinn föstudag eftir að hafa fengið símtal frá unglingsstúlku sem sagðist hafa verið misnotuð og hafa sætt andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Ekki er vitað hversu margir karlmenn eru á búgarðinum en lögreglan heldur þeim þar. Búgarðurinn er um 260 km norðvestan við San Antonio og á honum eru mörg hús, þar á meðal heilsugæslustöð og hof. Samkvæmt fréttavef BBC er ekki vitað hversu margir búa á búgarðinum sem er í eigu sértrúasöfnuðarinns Fundamentalist Church of Jesus Christ of Latter Day Saints sem stofnaður var af fólki sem áður voru mormónar.

Fjölkvæni er stundað í söfnuðinum og er talið að karlmenn komist ekki til himna nema að hafa átt þrjár konur hið minnsta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert