Sólríkasti mánuður í Danmörku

Maímánuður, sem nú er að renna sitt skeið, er sá sólríkasti mánuður í Danmörku frá því mælingar hófust árið 1929. Í morgun höfðu mælst samtals 332 sólarstundir í mánuðinum en eldra metið, frá 1947, var 330 stundir í maí. Búast má við 15 sólarstundum til viðbótar í dag, 31 maí.

Fréttavefur Jyllands-Posten hefur eftir veðurfræðingi, að ekki sé hægt að lofa góðu sumri þrátt fyrir að það byrji svona vel. Hins vegar hafi verið hlýtt, sólríkt og þurrt sumar árið 1947.

Spáð er  23-28 stiga hita og sólskini í Danmörku um helgina.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert