Finnsk stúlka finnst eftir 11 ár

Finnsk stúlka, sem hvarf þegar hún var 9 ára göm­ul, er kom­in í leit­irn­ar eft­ir 11 ára fjar­veru. 

Nadia Bou­teldjan, sem er tví­tug í dag, hvarf í maí árið 1997.    Eft­ir hvarf Nadiu var henn­ar leitað án ár­ang­urs en lög­reglu grunaði að faðir henn­ar, sem er frá Als­ír, hafi tekið hana og flutt úr landi.  

Að sögn lög­reglu sást til Nadiu og föður henn­ar í Bretlandi í maí 1997, en síðan hurfu þau spor­laust.  Finnska lög­regl­an og ut­an­rík­is­ráðuneyti voru í reglu­legu sam­bandi við skyld­fólk föður Nadiu í Als­ír auk alþjóðlegra stofn­ana sem leita að týnd­um börn­um.

Áið 2006 hafði Nadia sam­band við móður sína, og átti í tveggja ára bréfa sam­skipt­um við hana.  Hún samþykkti svo að lok­um að hitta móður sína, ásamt lög­reglu í Lúx­em­borg í júlí.

Nadia vildi hins veg­ar ekki tjá sig um hvar hún hafi verið síðastliðin 11 ár, né hvar hún á heima núna eða hvað kom fyr­ir hana.  Nadia er enn­frem­ur búin að gleyma móður­máli sínu.

Yf­ir­maður rann­sókn­ar­inn­ar seg­ir mjög sjald­gæft að börn finn­ist eft­ir svo mörg ár. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert