Á von á þríburum 59 ára gömul

Frönsk kona, sem er 59 ára gömul, á von á þríburum, samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsi konunnar í París, Cochin. Hún fékk gjafaegg frá Víetnam en hún sjálf af víetnömskum uppruna. Eiginmaður konunnar er hins vegar á fertugsaldri, samkvæmt frétt Le Parisien í dag.

Í Frakklandi er konum sem eru 42. ára og eldri ekki heimilt að þiggja gjafaegg og fara í tæknifrjóvgun en ekkert bannar frönskum konum að leita til annarra landa eftir aðstoð við tæknifrjóvganir. Árið 2001 eignaðist 61 árs gömul frönsk kona barn eftir tæknifrjóvgun erlendis.

Fyrr á árinu eignaðist sjötug indversk kona tvíbura eftir tæknifrjóvgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert