Uppbygging erfið á Kúbu

Yfirvöld á Kúbu segja viðskiptabann hamla uppbyggingu
Yfirvöld á Kúbu segja viðskiptabann hamla uppbyggingu Reuters

Utanríkisráðherra Kúbu, Felipe Perez Roque, sagði í dag að viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu væri helsta fyrirstaða þess að uppbygging gæti hafist á ný eftir fellibylina Ike og Gustav.

Í samtali við fjölmiðla sagði utanríkisráðherrann að enduruppbygging yrði auðveldari ef Bandaríkjamenn létu af banninu, þó ekki væri nema í sex mánuði.

Viðskiptabannið kemur í veg fyrir að Kúba geti keypt byggingarefni og aðrar nauðsynjar beint frá Bandaríkjunum auk bandarísks varning með lánum.

„Viðskipta- og efnahagshömlurnar sem hafa verið í gildi í 50 ár frá hendi Bandaríkjamanna er lykilþáttur í bágri þróun landsins,“ sagði Roque.

Fellibylirnir Ike og Gustav ollu skemmdum fyrir sem nemur um 470 milljörðum íslenskra króna.

Kúbuþing hefur kallað eftir afléttingu bannsins síðastliðin 16 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka