Stonehenge hafði lækningamátt

Stonehenge minjarnar eru á heimsminjaskrá UNESCO og friðaðar með breskum …
Stonehenge minjarnar eru á heimsminjaskrá UNESCO og friðaðar með breskum lögum mbl.is

Tveir nýir steinar sem fundist hafa við hið forsögulega mannvirki Stonhenge í Englandi gætu fært sönnur fyrir þeirri kenningu að steinhringurinn hafi verið notaður sem lækningastaður, að sögn fornleifafræðinga.

Fornleifauppgreftir hafa ekki farið innan Stonhenge í tæp 50 ár, eða síðan 1965, en nú hafa staðið þar yfir rannsóknir í nokkra mánuði sem meðal annars hafa leitt í ljós tvo steina sem ýmislegt bendir til að hafi verið notaðir sem heillagripir, að sögn prófessoranna Tim Darvill og Geoffrey Wainwrigth sem leiða uppgröftin.

Jarðfræðingarnir telja að Stonhenge hafi verið reist sem hof um 2.300 fyrir krist, um 300 árum síðar en áður hefur verið talið. Þeir segja líklegt að fólk hafi trúað á á heilunar- eða töframátt risasteinanna og það hafi dregið pílagríma að staðnum.

Steinarnir sem nú hafa fundist voru fluttir frá Preselli hæðunum í Wales, í rúmlega 250 km fjarlægð frá Stonehenge og telja rannsakendur enga tilviljun hafa ráðið því að þeir enduðu í Stonhenge. „Þýðing þeirra og mikilvægu fyrir forfeður okkar var slíkt að þeir töldu ástæðu til að eyða tíma, fyrirhöfn og fjármagni í að færa steinana frá Preselli hæðum til Wessex,“ sagði Tim Darvill þegar steinarnir voru kynntir.

Við uppgröftin fundust einnig brot úr bikarglasi, Rómverskir leirmunir og fornir steinhamrar.
„Nú vitum við, okkur til undrunar og ánægju, að Stonhenge var ekki aðeins forsögulegt stórvirki, það gegndi líka hlutverki á tímum Rómverja og á miðöldum,“ sagði Wainwright.

Vísindamenn vinna enn að rannsóknum eftir uppgröftinn og telja fleiri uppgötvunar eiga eftir að koma í ljós. „Það er ánægjulegt að geta núna sagt betur til um hvenær Stonhenge var reist og hvers vegna. Þetta eru allt upplýsingar sem gjörbreyta sýn okkar á þetta mannvirki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert