7 ára drengur olli uppnámi í dýragarði

Drengurinn kastar skjaldböku til krókódílsins Terry.
Drengurinn kastar skjaldböku til krókódílsins Terry. AP

Sjö ára dreng­ur olli miklu upp­námi í dýrag­arði í Ástr­al­íu í gær. Hann komst inn á skriðdýra­svæði dýrag­arðsins og drap nokkr­ar eðlur með stein­um og henti þeim í krókó­díl.

Dreng­ur­inn komst yfir ör­ygg­is­girðingu í dýrag­arðinum í Alice Springs snemma á miðviku­dags­morg­un. Hann notaði síðan grjót­hnull­ung til að drepa þrjár eðlur, þar á meðal 20 ára gamla go­annaeðlu sem var í miklu upp­á­haldi hjá gest­um dýrag­arðsins. Hann kastaði hræj­un­um síðan til krókó­díls­ins Terry.

Að sögn Rex Neindorf, for­stjóra dýrag­arðsins, kastaði dreng­ur­inn einnig nokkr­um lif­andi dýr­um yfir girðing­una til Terry og hann klifraði einnig yfir ytri ör­ygg­is­girðingu við krókó­díla­tjörn­ina til að kom­ast nær. Mynd­ir af at­hæfi drengs­ins náðust á ör­ygg­is­mynda­vél­ar og þar sést að dreng­ur­inn er að mestu svip­laus á meðan þessu fór fram.

„Það var eins og hann væri að leika sér," sagði Neindorf.

Dreng­ur­inn drap 13 dýr, sem met­in eru á jafn­v­irði um 600 þúsund krón­ur, þar á meðal skjald­böku og nokkr­ar litl­ar eðlur. Eng­in dýr­anna eru sjald­gæf í sjálfu sér en Neindorf seg­ir að erfitt verði að fá ný í staðin.

Lög­regl­an í  Alice Springs seg­ist vita hver dreng­ur­inn er en geti ekki ákært hann vegna ald­urs hans. „Af öll­um frétt­um að dæma er þetta býsna and­styggi­leg­ur 7 ára dreng­ur," sagði Neindorf, sem seg­ist vera að und­ir­búa skaðabóta­mál á hend­ur for­eldr­um drengs­ins. 

Öryggis­kerfi dýrag­arðsins bygg­ist á skynj­ur­um, sem virðast ekki hafa greint dreng­inn vegna þess hve hann er lít­ill.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert