Íslenska hvalkjötið að losna úr tolli

mbl.is/Brynjar Gauti

Von­ir standa til að inn­flutn­ings­leyfi fá­ist loks frá japönsk­um stjórn­völd­um fyr­ir 80 tonn­um af hvalköti sem sent var út í sum­ar.

Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf. sendi í júní í sum­ar, 80 tonn af kjöti til Jap­ans. Um er að ræða afurðir af langreyðum, sem veidd­ar voru árið 2006. Þá sendu Norðmenn 5 tonn af hrefnu­kjöti með sömu send­ingu. 

Ekk­ert inn­flutn­ings­leyfi fékkst frá japönsk­um stjórn­völd­um og hef­ur kjötið legið í frystigeymslu.

Kyodo frétta­stof­an hef­ur eft­ir Ein­ari K. Guðfinns­syni að Íslend­ing­ar séu áfjáðir í að leysa hnút­inn. „Ég vona að málið leys­ist fljótt, þannig að koma megi á viðskipt­um með hvala­af­urðir við Jap­ana.“

Emb­ætt­is­menn úr sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu hafa átt í viðræðum við japönsk yf­ir­völd og er lausn í sjón­máli eft­ir því sem seg­ir í frétt japönsku Kyodo frétta­stof­unn­ar.

Þar seg­ir enn­frem­ur að viðskiptaráðuneyti Jap­ans hafi fall­ist á inn­flutn­ing hval­kjöts í sept­em­ber.

Íslend­ing­ar hafa ekki selt hval­kjöt til Jap­ans frá því í byrj­un tí­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar. Norðmenn hafa ekki selt hval­kjöt til Jap­ans frá því árið 1986 þegar hval­veiðibann Alþjóðahval­veiðiráðsins var sett. Norðmenn hafa hins veg­ar selt hrefnu­kjöt til Íslands og Fær­eyja. 

Kyodo frétta­stof­an seg­ir spurn eft­ir hval­kjöti fara vax­andi, einkum meðal yngra fólks, enda hval­kjöt ríkt af próteini og til­tölu­lega fitusnautt. Und­ir Það tek­ur Ein­ar K. Guðfinns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra í sam­tali við Kyodo. Ein­ar seg­ir hval­kjötið vin­sælt í sus­hi-rétti og þá verði það sí­fellt vin­sælla á grillið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert