Indverskir þjóðernissinnar æfir út í Nokia

00:00
00:00

Ind­versk­ir þjóðern­is­sinn­ar úr röðum hind­úa réðust á versl­un þar sem verið var að kynna nýtt nýtt staðsetn­ing­ar­tæki frá Nokia. Þar var hið um­deilda Kasmír-svæði skráð sem hluti af yf­ir­ráðasvæði Pak­ist­ana. Það fór mjög fyr­ir brjóstið á þjóðern­is­sinn­un­um.

Þjóðern­is­sinn­arn­ir kveiktu m.a. í Nokia-sím­um og rifu niður skilti. Kalla varð eft­ir aðstoð lög­reglu­manna til að skakka leik­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert