Bretar vilja snúa baki við ESB

Bretar vilja ekki sjá Evrópusambandið né evruna skv. skoðanakönnunum
Bretar vilja ekki sjá Evrópusambandið né evruna skv. skoðanakönnunum Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tæp­lega tveir þriðju­hlut­ar breskra kjós­enda vilja losa um tengsl Bret­lands við Evr­ópu­sam­bandið, þar á meðal við Evr­ópu­dóm­stól­inn,  sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un þar í landi. Mik­ill meiri­hluti þeirra er einnig and­víg­ur evr­unni, þrátt fyr­ir mikið geng­is­fall breska punds­ins að und­an­förnu.

Niður­stöður könn­un­ar­inn­ar eru birt­ar í The Sunday Tel­egraph í dag. Alls vilja 16% kjós­enda að Bret­land slíti sig ein­fald­lega frá Evr­ópu­sam­band­inu með öllu, en 48% vilja að tengsl­in á milli séu minnkuð veru­lega, að bresk yf­ir­völd taki aft­ur við völd­um sem hafi verið framseld til Brus­sel og bresk lög þurfi ekki að vera háð túlk­un­um Evr­ópu­dóm­stóls­ins.

Sam­an­lagt eru það því 64% þjóðar­inn­ar sem vilja draga úr sam­neyti við ESB, en aðeins 22% Breta segj­ast styðja áfram­hald­andi sam­vinnu þar á milli. Örlítið fleiri, eða 24%, eru hlynnt upp­töku evr­unn­ar en sami fjöldi, 64%, eru and­stæðir því að skipta út pund­inu fyr­ir evru sam­kvæmt sömu könn­um, þrátt fyr­ir að staða punds­ins gagn­vart evr­unni hafi veikst veru­lega í vet­ur. Þær niður­stöður eru á svipuðum nót­um og sam­bæri­leg skoðana­könn­un BBC fyrr í mánuðinum sýndi. At­hygli vek­ur að á sama tíma segja 45% kjós­enda að eng­inn stærstu stjórn­mála­flokk­anna þriggja í Bretlandi  hafi stefnu í Evr­ópu­mál­um sem höfði til þeirra per­sónu­legu skoðanna.

Það var rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið YouGov sem fram­kvæmdi könn­un­ina dag­ana 6. - 8. janú­ar síðastliðinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert