Dómarar tóku við mútum

Betrunarheimilið sem ungmennin voru send í.
Betrunarheimilið sem ungmennin voru send í. AP

Tveir banda­rísk­ir dóm­ar­ar játuðu að hafa tekið við mútu­greiðslum frá einka­rekn­um betr­un­ar­heim­il­um. Dóm­ar­arn­ir kváðu upp þunga dóma yfir ung­menn­um, sem höfðu gerst brot­leg við lög, og sendu þau á viðkom­andi betr­un­ar­heim­ili sem fengu á móti greiðslur úr op­in­ber­um sjóðum.

Dóm­ar­arn­ir tveir, Mark Cia­var­ella og Michael Cona­h­an, þáðu á móti sam­tals yfir 2 millj­ón­ir dala, jafn­v­irði um 130 millj­óna króna, frá betr­un­ar­heim­il­inu PA Child Care LLC og syst­ur­stofn­un þess. Dómur­un­um, sem störfuðu í Luzer­ne­sýslu í Penn­sylvan­íu, hef­ur verið vikið úr embætti. Þeir eiga yfir höfði sér allt að 7 ára fang­elsi.

Sak­sókn­ar­ar segja, að Cona­h­an hafi árið 2002 látið loka vist­un­ar­heim­ili og skrifað und­ir samn­ing við  PA Child Care LLC um að senda brot­leg ung­menni til nýs heim­il­is sem fyr­ir­tækið stofnaði. Cia­v­erella er sakaður um að hafa í kjöl­farið kveðið upp óðeli­lega þunga dóma yfir 1-2000 ung­menn­um, sem hann dæmdi á ár­un­um 2003 til 2006.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert