Dómarar tóku við mútum

Betrunarheimilið sem ungmennin voru send í.
Betrunarheimilið sem ungmennin voru send í. AP

Tveir bandarískir dómarar játuðu að hafa tekið við mútugreiðslum frá einkareknum betrunarheimilum. Dómararnir kváðu upp þunga dóma yfir ungmennum, sem höfðu gerst brotleg við lög, og sendu þau á viðkomandi betrunarheimili sem fengu á móti greiðslur úr opinberum sjóðum.

Dómararnir tveir, Mark Ciavarella og Michael Conahan, þáðu á móti samtals yfir 2 milljónir dala, jafnvirði um 130 milljóna króna, frá betrunarheimilinu PA Child Care LLC og systurstofnun þess. Dómurunum, sem störfuðu í Luzernesýslu í Pennsylvaníu, hefur verið vikið úr embætti. Þeir eiga yfir höfði sér allt að 7 ára fangelsi.

Saksóknarar segja, að Conahan hafi árið 2002 látið loka vistunarheimili og skrifað undir samning við  PA Child Care LLC um að senda brotleg ungmenni til nýs heimilis sem fyrirtækið stofnaði. Ciaverella er sakaður um að hafa í kjölfarið kveðið upp óðelilega þunga dóma yfir 1-2000 ungmennum, sem hann dæmdi á árunum 2003 til 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert