Íslensku landslagi bregður fyrir í nýrri auglýsingu frá Co-operative Group sem ætlað er að vekja athygli á að fyrirtækið geri strangar kröfur um viðskiptasiðferði. Lag Bob Dylans, Blowin' in the Wind, er notað í auglýsingunni, en það er sjaldgæft að lög eftir Dylan heyrist í breskum auglýsingum.
Í auglýsingunni er fylgt eftir fræjum af biðukollu, sem fjúka yfir hálfan hnöttinn, þar á meðal íslenska jökla.
Auglýsinguna má sjá hér.