Eldri hjón óku 170 km leið í gegnum Kruger þjóðgarðinn í Suður-Afríku með baneitraða kóbraslöngu í bílnum.
Gordon Parratt, fann 85 sm langa slönguna vefja sig upp fótlegg sinn þegar hann ók bílnum. Í fyrstu hélt hann að skordýr hefði sest á sig og ætlaði að bursta það af, en þegar hann leit niður sá hann slönguna.
„Sem betur fer er ég ekki hræðslugjarn. Kona mín setti fætur sína samstundis upp á mælaborðið,“ hefur suður-afríska blaðið Beeld eftir Parratt.
Hjónin höfðu stoppað nokkrum sinnum á leið sinni í gegnum þjóðgarðinn til að leita að slöngunni, en fundu hana ekki fyrr en hún vafði sig um fótlegg Parratts.
„Höfuð hennar nam við hné mitt.“ segir hann.
Hjónunum tókst þó að lokum að kalla til slöngusérfræðing sem náði að fjarlægja kóbraslönguna.