Spennusagnahöfundur í miðju valdaráni

Joao Bernardo Vieira.
Joao Bernardo Vieira. Reuters

Breski spennu­sagna­höf­und­ur­inn Frederick For­syth var í Gín­eu-Bissau þegar her­menn myrtu Joao Bern­ar­do Vieira, for­seta lands­ins, á mánu­dag. Í viðtali við breska rík­is­út­varpið BBC lýs­ir For­syth hvernig her­menn­irn­ir réðust til inn­göngu í hús for­set­ans og höfðu hann á brott með sér.

„Ég get full­vissað ykk­ur um að ég átti eng­an þátt í vald­arán­inu," seg­ir For­syth við BBC. Hann hef­ur viður­kennt að hafa lagt vald­a­ræn­ingj­um í Miðbaugs-Gín­eu lið árið 1973. Ári síðar skrifaði hann bók­ina The Dogs of War sem fjallaði um mis­heppnaða vald­aránstilraun í til­búnu Afr­íku­ríki. Þekkt­ast­ur er hann þó fyr­ir bók­ina Dag Sjakalanssem hef­ur m.a. komið út á ís­lensku og verið kvik­mynduð tví­veg­is.

For­syth er í Gín­eu-Bissau til að afla efn­is fyr­ir vænt­an­lega skáld­sögu. Hann sagðist hafa vaknað upp við spreng­ingu aðfaranótt mánu­dags þegar her­menn réðust til inn­göngu í for­seta­bú­staðinn.

„Þeir fóru að húsi hans, köstuðu sprengju gegn­um glugg­ann þannig að for­set­inn særðist en lét ekki lífið. Þakið hrundi, við það slasaðist for­set­inn enn meira en lifði enn.  Hann skjögraði út úr rúst­un­um og var þá skot­inn. Það nægði þó ekki til að vinna á hon­um. Þeir fóru þá með hann að húsi tengda­móður hans og hjuggu hann í sund­ur með sveðjum," sagði For­syth við BBC.

Rit­höf­und­ur­inn sagðist vera fast­ur í Bissau, höfuðborg lands­ins.  Hann seg­ist vænt­an­lega munu nýta sér þessa at­b­urði í bók­inni, sem hann er að skrifa.

Rai­mundo Pereira sór embættiseið sem for­seti til bráðabirgða í gær. Hann hef­ur leitað til alþjóðasam­fé­lags­ins eft­ir aðstoð við að koma á ró í land­inu. 

Frederick Forsyth.
Frederick For­syth.
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka