10 nemendur létust í skotárás

Maður í her­manna­klæðum hóf í morg­un skotárás í skóla í bæn­um Winn­end­en ná­lægt Stutt­g­art í suður­hluta Þýska­lands. Að minnsta kosti 10 nem­end­ur lét­ust í skotárás­inni og marg­ir særðust.

Skotárás­in var gerð í Al­bert­ville-mennta­skól­an­um þar sem um 1.000 nem­end­ur stunda nám.  

Lög­regl­an hef­ur girt af svæðið í kring­um skól­ann en árás­armaður­inn er enn ófund­inn. Talið er að hann sé á miðjum þrítugs­aldri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka