Fritzl sakfelldur

Josef Fritzl.
Josef Fritzl. Reuters

Aust­ur­rík­is­maður­inn Jos­ef Fritzl, sem læsti dótt­ur sína ofan í kjall­ara í um ald­ar­fjórðung og eignaðist með henni sjö börn, hef­ur verið sak­felld­ur í öll­um ákæru­liðum. Þá hef­ur hann verið dæmd­ur til ævi­langr­ar vist­un­ar á stofn­un fyr­ir geðsjúka ein­stak­linga.

Fritzl, sem er 73ja ára gam­all, var fund­inn sek­ur um morð, nauðgun, sifja­spell og að hneppa dótt­ur sína í ánauð.

Fyrr í dag sagðist hann iðrast gjörða sinna.

Hann mun verða flutt­ur á sér­staka ör­ygg­is­geðdeild, líkt og rétt­ar­lækn­ir mælti með við rétt­ar­höld­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka