Ný ESB-ríki segja lítið á sig hlustað

Konungshöllin í Brussel.
Konungshöllin í Brussel. mbl.is/GSH

Ríkin tíu, sem fengu aðild að Evrópusambandinu árið 2004, telja ekki að rödd þeirra heyrist vel í höfuðstöðvum sambandsins í Brussel, að því er kemur fram í nýrri skýrslu sem birt var í dag.

Hluti vandamálsins er hins vegar, að löndin sjálf hafa verið aðgerðalítil og á það rætur að rekja til þess tíma þegar þau voru í umsóknarferli „og Brussel sagði þeim hvað þau ættu að gera og þau einfaldlega hlýddu," segir Marin Lessenski, höfundur skýrslunnar. 

Hann segir, að nýju aðildarríkin verði að venja sig við þá tilhugsun, að Brussel sé ekki Moskva.

Skýrslan byggir á öðrum sérfræðingaskýrslum um Búlgaríu, Tékkland, Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Ungverjaland og Rúmeníu. Niðurstaðan er sú, að hefðbundin viðbrögð þessara ríkja sé að fylgja meirihlutaniðurstöðu innan ESB eða fallast á niðurstöður sem kynntar eru fyrir þeim.  

En ef þessi ríki mættu ráða myndu Króatía og Serbía fá aðild að Evrópusambandinu á nokkrum mánuðum og  aðildarviðræðum við Moldavíu og Úkraínu yrði hraðað.

Nýju ríkin segjast einnig myndu beita sér fyrir því að fleiri kjarnorkuver yrðu byggð á svæðinu, reglum evrusvæðisins yrði breytt til að auðvelda nýjum ríkjum aðgang að því og létta hömlum af flæði verkafólks.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert