Týndi hlekkurinn fundinn

Mynd af Idu.
Mynd af Idu.

47 millj­óna gam­all stein­gerv­ing­ur af lít­illi veru sem lík­ist apa sýn­ir í smá­atriðum hvernig lífið byrjaði í fyrstu að þró­ast í átt að mann­eskj­unni. Norsk­ur stein­gerv­inga­fræðing­ur, Jørn Hur­um sem starfar við Jarðfræðisafnið á Há­skól­an­um í Osló, á heiður­inn að fund­in­um.

„Stein­gerv­ing­ur­inn sýn­ir okk­ur hver við erum og hvaðan við kom­um," seg­ir Hur­um í sam­tali við norska vís­inda­vef­inn forskn­ing.no. „Hann er í rót­inni á ætt­ar­trénu okk­ar og svo heill og ná­kvæm­ur í smá­atriðum að við get­um hrein­lega sagt að við vit­um hvernig allt byrjaði."

Fyr­ir þenn­an fund hafa vís­inda­menn ein­göngu haft uppi get­gát­ur út frá stein­gerv­inga­brot­um sem hafa fund­ist. Þeir hafa ekki einu sinni verið ör­ugg­ir um að þau brot til­heyrðu sama ein­stak­lingi eða teg­und.

Stein­gerv­ing­ur­inn er af kven­dýri sem er minna en hálf­ur metri á hæð. Hur­um og fé­lag­ar hans segja dýrið fyrsta ap­ann. Ein­takið er svo gott að feld­ur­inn sést greini­lega og vís­inda­menn­irn­ir geta jafn­vel séð hvað Ida, eins og þessi formóðir okk­ar hef­ur verið kölluð, fékk sér í há­deg­is­mat dag­inn sem hún dó.

En þetta er ekki einu upp­lýs­ing­arn­ar sem stein­gerv­ing­ur­inn góði læt­ur uppi. Ida var ekki orðin eins árs göm­ul þegar eit­urgas úr stöðuvatni í hita­belt­inu grandaði henni. Vatnið var þó ekki staðsetta í hita­belti nú­tím­ans held­ur í Þýskalandi, sem í þá daga var u.þ.b. þar sem Sikiley er í dag.

Ida drapst sam­stund­is og þar sem hún sat á vatns­bakk­an­um og sötraði vatn féll hún út í og þannig vildi það til að hún komst ekki í snert­ingu við bakt­erí­ur og önn­ur niður­brjót­andi efni. Hið sér­stæða líf­ríki vatns­ins sá nefni­lega til þess að ekk­ert súr­efni var í botn­lög­um þess né held­ur nokk­urt líf – sem eru full­komn­ar aðstæður til að varðveita ná­kvæm smá­atriði. Smám sam­an grófst hræið niður í leðju sem breytt­ist í margra tuga þykkt stein­olag þegar fram liðu stund­ir. Þegar Ida dúkkaði aft­ur upp, 47 millj­ón­um ára seinna, var varla skrámu að sjá á henni.

Stein­gerv­ing­ur­inn er sá lang­heil­leg­asti sem nokkru sinni hef­ur fund­ist af forfeðrum okk­ar, en 95 pró­sent af bein­um Idu eru á sín­um stað. Til sam­an­b­urðar eru aðeins um 40% beina eins þekkt­asta mannapa­stein­gerv­ings­ins til þessa varðveitt, og sá er aðeins þriggja millj­óna ára gam­all.

Vefsvæðið reveal­ingt­hel­ink.com

Frétt forskn­ing.no af mál­inu (á norsku)

Frétt skynews af fund­in­um (á ensku)

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert