Inúítaflokkurinn vann stórsigur

Jonathan Motzfeldt náði ekki kjöri á grænlenska landsþingið í fyrsta …
Jonathan Motzfeldt náði ekki kjöri á grænlenska landsþingið í fyrsta skipti á sínum pólitíska ferli. AP

Vinstri­flokkn­um Inuit Ataqatigliit (IA) vann stór­sig­ur í þing­kosn­ing­um, sem fóru fram á Græn­landi í gær.

Flokk­ur­inn fékk 43,7% at­kvæða og 14 þing­menn af 31 á græn­lenska landsþing­inu og tvö­faldaði fylgi sitt frá síðustu kosn­ing­um, sem fóru fram 2005. Af 14 þing­mönn­um IA eru 8 kon­ur. 

Jafnaðarmanna­flokk­ur­inn Siumut fékk 26,6% at­kvæða og 9 þing­menn, tapaði 3,9% en Siumut hef­ur verið við völd á Græn­landi í þrjá ára­tugi. Sam­starfs­flokk­ur Siumut í heima­stjórn­inni, Atassut, fékk 10,9% at­kvæða og 3 þing­menn, tapaði 8,1%. Demó­krata­flokk­ur­inn fékk 12,7% at­kvæða og 4 þing­menn, tapaði 9,9%. Þá fékk Katt­us­seqatigiit 3,8% at­kvæða og 1 mann.

Ku­upik Kleist, formaður IA, lýsti því yfir eft­ir að úr­slit­in lágu fyr­ir, að hann myndi ekki mynda stjórn með Siumut. Kleist sagðist strax myndu hefja viðræður um mynd­un nýrrr­ar sam­steypu­stjórn­ar og von­andi tæk­ist að ljúka þeim fyr­ir 21. júní þegar lög taka gildi sem færa Græn­lend­ing­um aukna sjálfs­stjórn.

Per­sónu­kjör er á Græn­landi og það vakti at­hygli,  að Jon­ath­an Motz­feldt, sem lengi hef­ur verið einn helsti stjórn­mála­leiðtogi lands­ins og stofnaði m.a. Siumut, náði ekki kjöri á landsþingið. Hann fékk aðeins 91 at­kvæði sem er 429 at­kvæðum minna en í síðustu kosn­ing­um. Er þetta rakið til ým­issa hneykslis­mála, sem hann hef­ur lent í und­an­far­in miss­eri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert