Herskip NATO bjargar sjómönnum

Portúgalskt herskip á vegum NATO bjargaði í dag undan ströndum Sómalíu tíu indverskum sjómönnum sem sleppt hafði verið úr haldi sómalskra sjóræningja daginn áður. Mennirnir höfðu verið tíu daga í haldi sjóræningjanna. 

Sjómennirnir segja að ræningjarnir hafi barið þá linnulítið auk þess sem þeir voru sveltir. Er sjóræningjarnir hurfu á brott tóku þeir nánast allan búnað og varning sem var á skipinu og skildu ekki eftir matarbita. Er það talið heppni að herskipið skyldi finna þá. Ástand mannanna var þokkalegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert