Segir Bandaríkin beina að þeim kjarnavopnum

Leiðtogi Norður Kóreu, Kim Jong-il.
Leiðtogi Norður Kóreu, Kim Jong-il. HO

Norður Kórea hefur ásakað Bandaríkin um að beina að þeim kjarnorkuflaugum og varar við því að kjarnorkustríð gæti brotist út á Kóreuskaga.

Í hinu ríkisrekna blaði Rodong Sinmun má sjá grein þar sem því er haldið fram að Bandaríkin beini nú að þeim 1000 kjarnorkuvopnum frá Suður-Kóreu. Í blaðinu Tongbil Sinbo segir að Norður-Kórea sé nú innan færis við bandarísk kjarnorkuvopn og að Kóreuskagi sé að verða það svæði þar sem mest hætta í heiminum er á því að kjarnorkustyrjöld brjótist út.

Stjórnvöld í Norður Kóreu hafa brugðist reiðilega við því um helgina að Sameinuðu Þjóðirnar samþykktu refsiaðgerðir gagnvart landinu á föstudag.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka