Felldu 45 syrgjendur

Læknir á vegum SÞ hlynnir að stúlku frá Swat-dal þar …
Læknir á vegum SÞ hlynnir að stúlku frá Swat-dal þar sem harðir baradagar hafa verið milli Talíbana og stjórnarhers Pakistans. Reuters

Minnst 45 manns létu lífið þegar ómönnuð, banda­rísk flug­vél skaut flug­skeyt­um á svæði í Wazirist­an í norðvest­an­verðu Pak­ist­an í dag, að sögn pak­ist­anskra emb­ætt­is­manna. Fólkið hafði verið við út­för fórn­ar­lamba annarr­ar flug­skeyta­árás­ar banda­rískr­ar vél­ar.

 Um er að ræða svæði þar sem Talíbana­leiðtog­inn Baitullah Mehsud hef­ur mik­inn stuðning. Pak­ist­ans­her und­ir­býr nú mikla sókn gegn víga­sveit­um Mehsuds. Ann­ar Talíbana­leiðtogi, Qari Zainudd­in, sem oft hef­ur gagn­rýnt Mehsud og sagt hann ganga of langt í grimmd gegn óbreytt­um borg­ur­um, var skot­inn til bana í gær. Ekki er vitað hver var að verki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert