Páfi segir líkamsleifar Páls postula fundnar

Benedikt XVI páfi við kirkju heilags Páls í dag
Benedikt XVI páfi við kirkju heilags Páls í dag ALESSANDRO BIANCHI

Benedikt XVI páfi lýsti því yfir í dag að vísindaleg rannsókn á gröf undir altari kirkju heilags Páls í Róm hafi leitt í ljós að þar sé Páll postuli sjálfur grafinn. Rannsóknir beinflísum sem í gröfinni fundust leiddu í ljós að þær tilheyrðu manni sem uppi var á fyrstu eða annarri öld eftir Krist. Páll postuli var hálshöggvinn í Róm árið 67 e.Kr.

„Þetta virðist staðfesta þá óumdeildu og gömlu skoðun að gröfin innihaldi líkamsleifar Páls postula,“ sagði páfi. Andrea Codero Lanza di Montezemolo, kardínáli kirkju heilags Páls, segir það hafið yfir allan vafa að þarna væri Páll grafinn.

Gröfin hefur aldrei verið opnuð en til að sækja beinflísarnar var borað smátt gat á vegg hennar. Að sögn Montezemolo kardínála hefur ekki verið útilokað að opna gröfina en það væri stórtæk framkvæmd og mögulega þyrfti að rífa altarið niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert