Harry Patch borinn til grafar

00:00
00:00

Bú­ist er við að þúsund­ir manna fylg­ist með minn­ing­ar­at­höfn um Harry Patch í dag en Patch var síðasti eft­ir­lif­andi hermaður Bret­lands sem barðist í skot­gröf­um fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar.

Harry Patch fædd­ist árið 1898 í Com­be Down, ná­lægt Bath. Hann var skráður í her­inn 18 ára gam­all og barðist í orr­ust­unni um þorpið Passchenda­ele við Ypres í Belg­íu. Tug­ir þúsunda breskra her­manna létu þar lífið á víg­vell­in­um. 

Með frá­falli Patch er aðeins einn eft­ir­lif­andi Breti sem barðist í heims­styrj­öld­inni, en það er hinn 108 ára gamli Clau­de Chou­les sem gegndi herþjón­ustu í Kon­ung­lega sjó­hern­um. Um miðjan júlí lést ann­ar eft­ir­lif­andi hermaður, hinn 103 ára gamli Henry All­ing­ham sem einnig barðist með sjó­hern­um.

Útför Harry Patch fer fram frá Wells dóm­kirkj­unni í Somer­set. Klukk­um dóm­kirkj­unn­ar verður hringt 111 sinn­um í upp­hafi at­hafn­ar­inn­ar, einu sinni fyr­ir hvert ár sem Patch lifði.

Bú­ist er við að um þúsund manns kom­ist í dóm­kirkj­una en þúsund­um verður gert kleift að fylgj­ast með at­höfn­inni á risa­sjón­varps­skjá.

Her­togaynj­urn­ar af Cornwall og Gloucester verða viðstadd­ar at­höfn­ina. Þá taka þátt í at­höfn­inni full­trú­ar herja Frakka, Belga og Þjóðverja, tveir frá hverj­um her um sig.

Fjöl­skylda Patch segri að yf­ir­skrift min­ing­ar­at­hafn­ar­inn­ar verði friður og sætt­ir, í anda hins látna.

Harry Patch.
Harry Patch. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert