Lýsa sig saklaus af ákæru um mannrán

Hjónin sem sökuð eru um að hafa rænt ellefu ára stúlku frá Kaliforníu og haldið henni fanga í 18 ár lýstu sig í dag saklaus af ákærum þess efnis.

Philliip Garrido, 58 ára, og kona hans Nancy, 54 ára, komu yfirlýsingu sinni áleiðis gegnum lögfræðing sinn sem skipaður er af dómstólum. Þau töluðu ekki sjálf fyrir réttinum sem stóð yfir í fimm mínútur.

Áheyrendabekkirnir eru þétt setnir enda hefur málið vakið feyknamikla athygli bæði þarlendis og á heimsvísu. Þykir það mikið talsvert á önnur mál sem komið hafa upp í Evrópu undanfarin ár.

Phillip Garrido.
Phillip Garrido. Reuters
Nancy Garrido
Nancy Garrido Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka