Mega ferðast til Kúbu

Bandaríkjamenn, sem eiga nána ættingja á Kúbu, geta nú heimsótt eyjuna eins oft og þeir vilja samkvæmt nýjum reglum sem kynntar voru í dag, fimm mánuðum eftir að Barack Obama forseti boðaði aðgerðir til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Kúbu.

Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna skýrði frá nýju reglunum og sagði að Bandaríkjamenn mættu ekki nota meira en 179 dollara á dag þegar þeir heimsæktu ættingja sína á Kúbu. Bandaríkjamenn mega þó senda ættingjum sínum eins mikla peninga og þeir vilja að undanskildum embættismönnum í stjórn Kúbu og félögum í kommúnistaflokki landsins.

Áætlað er að um 1,5 milljónir íbúa Bandaríkjanna eigi ættingja á Kúbu. 47 ára viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu verður áfram í gildi.

Fidel Castro, fyrrverandi leiðtogi Kúbu, ræðir við hóp nemenda frá …
Fidel Castro, fyrrverandi leiðtogi Kúbu, ræðir við hóp nemenda frá Venesúela. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert