Enginn hernaður á Friðardaginn

Afgönsk börn í Kabúl halda á fána vegna Friðardagsins í …
Afgönsk börn í Kabúl halda á fána vegna Friðardagsins í fyrra. Reuters

Hvorki af­gansk­ar né er­lend­ar her­sveit­ir í Af­gan­ist­an munu fara í árás­ar­ferðir gegn Tali­bön­um á Friðar­degi Sam­einuðu þjóðanna á mánu­dag, að sögn varn­ar­málaráðuneyt­is Af­gan­ist­an.

Þrír banda­rísk­ir her­menn féllu í Af­gan­ist­an í dag. Í gær varaði einn leiðtogi Talib­ana, Mullah Omar, er­lend­ar her­sveit­ir við því að al­ger ósig­ur þeirra væri í nánd. Sveit­irn­ar verða því í viðbragðsstöðu á Friðardag­inn.

,,Af­gansk­ar sveit­ir munu ekki ráðast á upp­reisn­ar­menn nema að ráðist sé á þær á und­an, " sagði talsmaður ráðuneyt­is­ins í sam­tali við AFP. ,,Fólkið í Af­gan­ist­an þyrst­ir meira í frið en nokk­ur önn­ur þjóð."

Til­kynn­ing­in kem­ur í kjöl­far svipaðrar til­kynn­ing­ar frá Stanley McChrystal hers­höfðingja en hann ræður yfir sam­einuðum hundrað þúsund manna herafla NATO og Banda­ríkj­anna.

Friðardag­ur­inn varð til árið 1981 og var ákveðið árið 2002 að 21. sept­em­ber væri ár­leg­ur dag­ur til þess að minn­ast og styrkja hug­mynd­ina um frið meðal alls fólks og allra þjóða.

Talsmaður SÞ, Al­eem Sidd­ique, sagði að eft­ir að hafa hlýtt á til­kynn­ing­ar frá Af­gön­um og frá alþjóðasam­fé­lag­inu og nokkuð blendn­ar yf­ir­lýs­ing­ar frá Tali­bön­um væri hann vongóður um að of­beldi myndi minnka á mánu­dag.

,,Við vit­um ekki hvort Taliban­ar ætla sér að hafa Friðardag­inn í heiðri eða ekki. Þessi dag­ur snýst ekki um stjórn­mál held­ur mannúð."

Friðardag­inn ber upp á þriggja daga Eid hátíð sem byrj­ar í dag en hún mark­ar lok hins helga föstu­mánaðar Rama­dan.

Einn talsmaður Talib­ana lét hafa eft­ir sér að þeir hygðust vera í varn­ar­stöðu á morg­un, líkt og aðra daga.

Mikl­ar efa­semd­ir eru um að Taliban­ar muni halda friðinn. Þeir sögðust ætla að halda að sér hönd­um á Rama­dan en sex ít­alsk­ir her­menn létu lífið fyr­ir helgi vegna bíl­sprengju og fall varð líka meðal óbreyttra borg­ara. Þá lét­ust fjór­ir óbreytt­ir borg­ara í Kanda­h­ar en þeir voru sam­an komn­ir ásamt mikl­um fjölda í miðbæn­um vegna Eid hátíðar­inn­ar. Var sömu­leiðis um sprengju að ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert