Vatnsflaumur í Georgíu

Að minnsta kosti níu hafa látist í miklum flóðum í Georgíufylki í Bandaríkjunum og er stór hluti höfuðborgarinnar, Atlanta, undir vatni. Vinsæll skemmtigarður hefur orðið fyrir verulegum skemmtum og ein helsta samgönguæðin úr borginni lokast vegna vatnsflaumsins.

Góðu fréttirnar eru þær að vatnsborðið er tekið að síga og því hafa margir geta snúið aftur til síns heima.

Slæmu fréttirnar eru hins vegar þær að margir koma að mikilli eyðileggingu heima hjá sér en alls er tjónið metið á 250 milljónir dala, eða um 30,9 milljarða króna á núverandi gengi.

Íbúar fylkisins horfa nú til Barack Obama Bandaríkjaforseta og þess að hann lýsi yfir neyðarástandi í fylkinu þannig að það geti sótt í alríkissjóði sem ætlað er að létta undir þegar hamfarir ríða fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert