Átök í Jerúsalem

00:00
00:00

Eld­fimt ástand rík­ir nú í Jerúsalem eft­ir að átök brut­ust út við mosku í gamla hluta borg­ar­inn­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ísra­elsku lög­regl­unni köstuðu palestínsk ung­menni grjóti að lög­reglu og slösuðust 17 sér­sveit­ar­menn í átök­un­um. Ell­efu voru hand­tekn­ir.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá vitn­um var um tug­ur Palestínu­manna sár­ir. Að sögn Saeb Erakat, aðal­samn­inga­manns Palestínu­manna, eru Ísra­el­ar vís­vit­andi að reyna að auka á spenn­una í Jerúsalem með aðgerðum sem þess­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu og vitna má rekja upp­tök átak­anna til þess er hóp­ur ferðamanna kom inn á svæðið þar sem mosk­an er og hef­ur verið griðastaður. Í fyrstu var talið að hóp­ur­inn væri gyðing­ar en síðar kom í ljós að um franska ferðamenn væri að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert