Leiðbeiningar gegn leka láku á netið

Leiðbeiningar breska varnarmálaráðuneytisins, um það hvernig komast eigi hjá því að tölvuþrjótar, blaðamenn, njósnarar og aðrir óviðkomandi fái upplýsingar um leynilegar aðgerðir, hafa nú lekið á netið. Leiðbeiningarnar, á 2400 síðum, eru nú birtar á vefnum Wikileaks, þeim hinum saman og birti lánaskýrslu Kaupþings í sumar.

Í leiðbeiningunum, sem bera yfirskriftina Joint Services Protocol 440, er meðal annars kafli um hvernig komast eigi hjá því að skýrslur frá ráðuneytinu leki á Wikileaks.

Lögð er áhersla á mikilvægi þess að vekja ekki athygli rannsóknarblaðamanna. Er rannsóknarblaðamennska skilgreind sem „ógn" ásamt erlendum njósnastofnunum, glæpasamtökum, hryðjuverkasamtökum og sviksömum starfsmönnum.

Skýrslan á Wikileaks

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert