ESB til aðstoðar þróunarlöndum gegn loftslagsbreytingum

Fáni Evrópusambandsins
Fáni Evrópusambandsins Reuters

Leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ins samþykktu í dag í lok tveggja leiðtoga­fund­ar í Brus­sel, samn­ing með skil­yrðum, þar sem skil­greint er hvernig aðstoða eigi ríki til að tak­ast á við loft­lags­breyt­ing­ar. Niðurstaðan varð sú að árið 2020 komi þró­un­ar­lönd­in til með að  þurfa um 100 millj­arða evra á ári til að tak­ast á við lofts­lags­breyt­ing­ar.

Í yf­ir­lýs­ingu sagðist ESB til­búið til að axla ábyrgð á sín­um hluta í hinu alþjóðlega átaki. Leiðtog­arn­ir náðu hins veg­ar ekki að negla niður eig­in kostnaðar­hluta vegna ágrein­ings milli vest­ur og aust­ur­blokk­anna.

Þrátt fyr­ir að leiðtog­arn­ir kölluðu eft­ir að því að þró­un­ar­lönd­in skæru niður út­blást­ur sem veld­ur gróður­húsa­áhrif­um um 80-95%, þá gáfu þeir lítið út á hvernig það skyldi gert.

Um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök hafa gagn­rýnt samn­ing­inn og sagt að hann gangi ekki nógu langt

Lit­há­en, Pól­land og sjö önn­ur ríki úr aust­ur­hluta Evr­ópu hafa staðið fast gegn þeirri hug­mynd að tengja fram­lög við meng­un­ar­hlut­föll enda myndi það þýða gríðar­mik­inn kostnað fyr­ir þau. Í staðinn lögðu þau til að fram­lög­um yrði skipt miðað við verg­ar þjóðarfram­leiðslu sem þýddi að hinar rík­ari þjóðir vest­ur hluta EB bæru byrðina.

ESB stát­ar sig af því að vera í far­ar­broddi í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar og hef­ur þegar samþykkt að minnka út­blást­ur sem valda gróður­húsa­áhrif­um um 20% fyr­ir árið 2020.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert