Köttur kæfði ungbarn

Köttur skreið inn í barnavagn og kæfði barn í Svíþjóð. …
Köttur skreið inn í barnavagn og kæfði barn í Svíþjóð. Myndin er af íslenskum ketti. Þorkell Þorkelsson

Þriggja mánaða gam­alt sænskt ung­barn fannst látið í vagni sín­um á sunnu­dag. Barnið hafði verið sett út í vagn til að sofa. Teppi var breitt yfir vagn­inn. Þegar vitjað var um barnið lá kött­ur ofan á and­liti þess, að sögn frétta­vefjar Dagens Nyheter. 

Barnið var þegar flutt á sjúkra­húsið í Sundsvall. Þar var það úr­sk­urðað látið. Að sögn barna­lækn­is verður skjótt súr­efn­is­skort­ur hjá svo litl­um börn­um tepp­ist önd­un­ar­veg­ur­inn. 

Lög­regl­an tel­ur and­lát barns­ins hafa verið slys og grun­ar eng­an um brot.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka