Þriggja mánaða gamalt sænskt ungbarn fannst látið í vagni sínum á sunnudag. Barnið hafði verið sett út í vagn til að sofa. Teppi var breitt yfir vagninn. Þegar vitjað var um barnið lá köttur ofan á andliti þess, að sögn fréttavefjar Dagens Nyheter.
Barnið var þegar flutt á sjúkrahúsið í Sundsvall. Þar var það úrskurðað látið. Að sögn barnalæknis verður skjótt súrefnisskortur hjá svo litlum börnum teppist öndunarvegurinn.
Lögreglan telur andlát barnsins hafa verið slys og grunar engan um brot.