Svínaflensan hefur breiðst hratt út í Noregi að undanförnu og áætlar landlæknisembætti Noregs að 630 Norðmenn hafi smitast af sjúkdómnum, þar af um hálf milljón í síðustu viku. Er þetta um 13% af norsku þjóðinni.
Útbreiddast er smitið á suðaustur- og vesturhluta landsins. Til þessa hafa 772 verið lagðir inn á sjúkrahús, þar af 94 á gjörgæsludeildir og 16 hafa látist. Í gær voru 93 lagðir á sjúkrahús, þar af 20 á gjörgæsludeild, að sögn fréttavefjar Aftenposten.
Verið er að bólusetja þá sem eru í áhættuhópum og er reiknað með því að þegar því lýkur muni þeim, sem leggjast þurfa inn á sjúkrahús vegna svínaflensunnar, fækka.