Atvinnuleysi eykst í Finnlandi

Helsinki.
Helsinki.

At­vinnu­leysi í Finn­landi jókst í 8,2% í októ­ber en það mæld­ist 7,3% í sept­em­ber,að sögn finnsku hag­stof­unn­ar. Að teknu til­liti til árstíðabund­inna sveiflna mæld­ist at­vinnu­leysið í októ­ber 8,7% en var 8,4% í sept­em­ber. 

At­vinnu­leysi í hópi Finna á aldr­in­um 15-24 ára jókst í 19,6% í októ­ber en var 16,5% í sept­em­ber. Bú­ist er við auknu at­vinnu­leysi þrátt fyr­ir að held­ur hafi létt á fjár­málakrepp­unni und­an­farið. Ástæðan er eft­ir­hreyt­ur fjár­mála­öngþveit­is­ins í heim­in­um und­an­farna mánuði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert