Bandaríkin taka á loftslagsmálum

Í fyrsta sinn hefur Bandaríkjastjórn viðurkennt að gróðurhúsalofttegundir séu skaðlegar …
Í fyrsta sinn hefur Bandaríkjastjórn viðurkennt að gróðurhúsalofttegundir séu skaðlegar mönnum. Reuters

Banda­ríkja­stjórn hef­ur lýst því yfir að gróður­húsaloft­teg­und­ir séu skaðleg­ar mönn­um. Talið er að þessi yf­ir­lýs­ing muni gera banda­rísku um­hverf­is­stofn­un­inni kleift að fyr­ir­skipa sam­drátt í los­un gróður­húsaloft­teg­unda, án samþykk­is Banda­ríkjaþings.

Lisa Jackson, stjórn­andi um­hverf­is­stofn­un­ar, seg­ir að stofn­un­in geti nú gripið til aðgerða til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

Frétt­irn­ar ber­ast á sama tíma og þjóðarleiðtog­ar hitt­ast í Kaup­manna­höfn á  lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna. Menn von­ast til þess að bind­andi sam­komu­lag ná­ist um minni los­un.

Jackson seg­ir að vís­inda­leg­ar sann­an­ir séu fyr­ir því að loft­lags­breyt­ing­ar sýni glöggt að gróður­húsaloft­teg­und­ir ógni heilsu al­menn­ings og vel­ferð Banda­ríkja­manna. 

Hún seg­ir að niður­stöðurn­ar muni leiða til þess að árið 2009 verði í minn­um haft sem árið sem Banda­ríkja­stjórn hóf að tak­ast á við þann vanda sem gróður­húsaloft­teg­und­ir valda. 

Fram kem­ur á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins að til­kynn­ing­in, sem hef­ur verið í und­ir­bún­ingi í marga mánuði, hafi verið sér­stak­lega tíma­sett til að styrkja stöðu Baracks Obama Banda­ríkja­for­seta á ráðstefn­unni. Nú geti for­set­inn haldið því fram að Banda­rík­in hafi gripið til aðgerða til að sporna við hlýn­un jarðar. 

Lisa Jackson, yfirmaður bandarísku umhverfisstofnunarinnar.
Lisa Jackson, yf­ir­maður banda­rísku um­hverf­is­stofn­un­ar­inn­ar. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka