BA og Iberia í eina sæng

Flugvél frá Iberia kemur inn til lendingar á Heathrow flugvelli …
Flugvél frá Iberia kemur inn til lendingar á Heathrow flugvelli í London. Þar er heimahöfn British Airways. Reuters

Breska flugfélagið British Airways og spænska ríkisflugfélagið Iberia tilkynntu í morgun að þau hafi gert samkomulag um samruna. Tilgangurinn er að stofna flugfélag sem verði í forystu í Evrópu. Greint var frá áformum í þessa veru í nóvember síðastliðnum. 

Í tilkynningunni kemur fram að nýi flugrisinn ætli að fljúga til 200 áfangastaða, flytja 58 milljónir farþega á ári og spara um 400 milljónir evra á ári fimm árum frá samruna. 

Sameining flugfélaganna er háð samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda auk hluthafa í British Airways og Iberia. Reiknað er með að samruninn verði samþykktur síðar á þessu ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert