Mannskæður jarðskjálfti í Kína

Að minnsta kosti 300 manns létu lífið og yfir 8000 slösuðust þegar jarðskjálfti, sem mældist 6,9 stig reið yfir afskekkt hérað í norðvesturhluta landsins. Mörg hús eru sögð hafa hrunið og skriður hafa fallið á vegi og byggingar. Fjarskipti eru í ólagi.

Hús á svæðinu eru mörg illa byggð úr tré eða leir. Hefur yfir 85%  húsa í bænum Jego hrunið en hann er nálægt upptökum skjálftans. Fréttastofan Xinhua segir, að margir slasaðir séu úti margir með höfuðáverka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert