Páfi fellst á afsögn biskups

Benedikt páfi sextándi.
Benedikt páfi sextándi. Reuters

Benedikt páfi sextándi hefur fallist á afsögn Walters Mixas, biskups í Augsburg í Þýskalandi, sem sakaður hefur verið um berja börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Páfagarði.

Mixa neitaði í fyrstu að hafa beitt börn, sem dvöldu á munaðarleysingjahæli á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, líkamlegu ofbeldi, en baðst síðar afsökunar á framferði sínu.

Hann hefur ekki verið sakaður um að beita börnin kynferðislegu ofbeldi, en saksóknarinn í máli biskupsins hefur látið hafa eftir sér að verið sé að rannsaka fleiri ásakanir á hendur biskupnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert