Lesbía kosin biskup

Mary Glasspool biskup er lesbía.
Mary Glasspool biskup er lesbía.

Fyrsti samkynhneigði biskupinn í biskupakirkjunni í Bandaríkjunum verður settur inn í embætti í dag þrátt fyrir að erkibiskupinn af Kantaraborg hafi varað við afleiðingum þess. Hann telur að þessi ákvörðun dýpki frekar deilur sem hafa verið um stöðu samkynhneigðra innan kirkjunnar.

Mary Glasspool verður í dag vígð sem aðstoðarbiskup í Los Angeles. Hún er fyrsti samkynhneigði biskupinn sem settur er í embætti síðan Gene Robinson var gerð að biskup fyrir sjö árum. Síðan það gerðist hefur enska biskupakirkjan verði klofin í afstöðu til samkynhneigðar.

Mary Glasspool hefur verið í sambúð í 22 ár. Erkibiskupinn af Kantaraborg, Rowan Williams, skoraði á trúbræður sína í Bandaríkjunum að fresta vígslunni með þeim orðum að hún myndi efla þann hluta kirkjunnar sem er þeirrar skoðunar að samkynhneigð sé synd.

Gríðarleg átök urðu innan biskupakirkjunnar árið 2003 þegar Gene Robinson var kosin biskup í New Hampshire. Á vef BBC segir að kirkjan hafi aldrei jafnaði sig eftir þessi átök. Kirkjan samþykkti fyrst að leyfa ekki samkynhneigðum biskupum að starfa innan kirkjunnar, en þeirri ákvörðun var breytt í júlí í fyrra.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka