Páfi gagnrýnir belgísku lögregluna

Benedikt XVI páfi
Benedikt XVI páfi Reuters

Bene­dikt XVl páfi, gagn­rýndi í dag aðgerðir belg­ísku lög­regl­unn­ar í liðinni viku en lög­regl­an rann­sak­ar meinta kyn­ferðis­glæpi kaþólskra presta í Belg­íu. Seg­ir páfi aðgerðirn­ar sorg­leg­ar en lög­regl­an hef­ur verið harðlega gagn­rýnd af páfag­arði. 

Í skila­boðum páfa til belg­ískra bisk­upa lýs­ir páfi yfir sam­stöðu með þeim á þess­ari sorg­ar­stund.

Lög­regla leitaði í nokkr­um bygg­ing­um sem tengj­ast erki­bisk­up sem hef­ur látið af störf­um og graf­hýs­um tveggja preláta, sam­kvæmt frétt á vef BBC.

Embætti sak­sókn­ara seg­ir aðgerðir lög­reglu tengj­ast ásök­un­um um að kirkj­unn­ar þjón­ar hafi beitt börn kyn­ferðis­legu of­beldi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka