Bæta iPhone 4

Steve Jobs, forstjóri Apple tölvurisans, segir að allir viðskiptavinir Apple sem keyptu gallaða iPhone 4 sjallsíma fái ókeypis hulstur á símana. Jobs tilkynnti þetta nú síðdegis á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Apple.

Apple hefur sætt gagnrýni vegna lélegs sambands iPhone 4 símana. Loftnet símanna hefur ekki staðið undir væntingum. Reikniformúla í símanna, sem reiknar út styrk loftnets símans, er víst röng.

Jobs sagði á blaðamannafundinum að engin vara frá Apple hafi fallið jafn vel í kramið hjá kaupendum eins og iPhone 4. Hann viðurkennir þó að Apple sé ekki fullkomið fyrirtæki og því geti mistök átt sér stað.

Snjallsíminn iPhone 4 hefur selst í um þremur milljónum eintaka. Aðeins um 0,55 prósent kaupenda hafa fengið gallaða síma. Þeir munu því frá ókeypis endurbætur á tækinu.

Steve Jobs, forstjóri Apple, á blaðamannafundinum í dag.
Steve Jobs, forstjóri Apple, á blaðamannafundinum í dag. Reuters
Frá blaðamannafundi Apple.
Frá blaðamannafundi Apple. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert