Fyrstu tölur úr þjóðaratkvæðagreiðslu Kenýa benda til að ný stjórnarskrá verði samþykkt.
Þegar 67% atkvæða hafa verið talin segja tveir þriðju hlutar kjósenda „Já“ við nýrri stjórnarskrá sem verður undirstaða pólitískra umbóta í landinu.
Þó er talsverð andstaða við nýju stjórnarskrána á sumum svæðum í Kenýa og höfðu rúmlega tvær milljónir manna hafnað henni þegar fyrstu tölur voru kynntar.
Þjóðaratkvæðagreiðslan virðist hafa farið friðsamlega fram, öfugt við kosningarnar í desember 2007 þegar rúmlega 1000 manns létust í ófriði.