Hamstra 75 watta glóperur

Neyt­end­ur í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins hamstra þessa dag­ana 75 watta glóper­ur en í næstu viku verður fram­veg­is refsi­vert að flytja inn eða fram­leiða slík­ar per­ur inn­an sam­bands­ins. Þó verður versl­un­um heim­ilt að klára þær birgðir sem þær hafa þegar á lag­er­um sín­um.

Sala á per­un­um hef­ur auk­ist um 35% að und­an­förnu af þess­um sök­um. Mest eft­ir­spurn er í Þýskalandi, Aust­ur­ríki, Póllandi og ríkj­um í Mið-Evr­ópu.

Um er að æða ákvörðun Evr­ópu­sam­bands­ins sem miðar að því að al­menn­ing­ur spari raf­magn og noti frek­ar sparper­ur. Á síðasta ári voru 100 watta glóper­ur bannaðar sem einnig leiddi til þess að fólk hamstraði þær. Mark­miðið er að notk­un á glóper­um verði að lok­um hætt með öllu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert