Sarrazin víkur úr bankaráði Bundesbank

Mótmælandi heldur á plakati með mynd af Thilo Sarrazin fyrir …
Mótmælandi heldur á plakati með mynd af Thilo Sarrazin fyrir framan seðlabanka Þýskalands. JOHANNES EISELE

Seðlabanki Þýska­lands, Bundesbank, til­kynnti í kvöld að hinn um­deildi bankaráðsmaður Thi­lo Sarraz­in hefði sagt af sér. Sarraz­in var sakaður um ras­isma í bók sinni sem út­gef­in var í síðasta mánuði.

„Bankaráð Bundesbank og meðlim­ur þess, Thi­lo Sarraz­in, eru meðvituð um skuld­bind­ing­ar sýn­ar til stofn­un­ar­inn­ar. Í ljósi al­menn­ingsum­ræðunn­ar (um bók Sarraz­in) hafa málsaðilar ákveðið í sam­ein­ingu að slíta sam­starfi sínu í lok mánaðar­ins," seg­ir í til­kynn­ingu sem birt­ist á heimasíðu seðlabank­ans í kvöld.

Þá bætti bankaráðið við að í kjöl­far þess­ar hefði verið dreg­in til baka beiðni sem send var for­seta Þýska­lands um að reka Sarraz­in, eft­ir að hann hélt því fram efna­hags­legri vel­sæmd Þýska­lands væri ógnað af fjölda mús­límskra inn­flytj­enda og tíðum barneign­um Tyrkja í land­inu og að „all­ir gyðing­ar deili ákveðnu geni".

Um mánaðamót­in samþykkti bankaráð seðlabank­ans ein­róma að óska eft­ir brottrekstri Sarraz­in, en þar sem hann var póli­tískt skipaður í bank­ann hafði for­set­inn einn umboð til að reka hann.  Í yf­ir­lýs­ing­unni í kvöld seg­ir að end­ingu að bankaráðið þakki Sarraz­in fyr­ir störf hans í bank­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert