Facebook-vefurinn bilaður

Sumir notendur Facebook komast ekki inn á síðuna vegna tæknilegra vandræða. Þetta er annar dagurinn í röð sem samskiptasíðan geysivinsæla glímir við vandamál af þessu tagi.

„Við glímum þessa stundina við vandamál með síðuna sem lætur hana virka mjög hægt og í sumum tilfellum komast notendur alls ekki inn á hana. Við vinnum að því að leysa vandamálið eins fljótt og auðið er,“ segir í svari síðunnar til AFP fréttastofunnar en ekki var gefið upp hver rót vandamálsins væri. 

Alls eru um 500 milljónir notenda Facebook um allan heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka