Mesta skógrækt sögunnar

Frá kínverskum skógi. Skógrækt Kínverja er svo umfangsmikil að hún …
Frá kínverskum skógi. Skógrækt Kínverja er svo umfangsmikil að hún hefur veruleg áhrif á gróðurfar á jörðunni.

Kín­versk stjórn­völd full­yrða að þau hafi náð því mark­miði sínu að 20% af yf­ir­borði lands­ins sé þakið skógi fyr­ir lok þessa árs. Árið 2050 stefna Kín­verj­ar að því að skóg­ur þeki 42% af yf­ir­borði lands­ins sem er um 9,5 fer­kíló­metr­ar og því 95 sinn­um stærra en Ísland. Er þetta mesta skóg­rækt sög­unn­ar.

Breska dag­blaðið Guar­di­an ger­ir mál­inu skil en þar seg­ir að skóg­rækt­in hafi fengið nafnið Græni múr­inn, sam­an­borið Kínamúr­inn.

Mark­miðið sé að sporna gegn vax­andi eyðimerk­ur­mynd­un um leið og stuðlað sé að bind­ingu gróður­húsaloft­teg­unda frá kín­versk­um iðnaði.

Eins og svo margt sem Kína­stjórn skipu­legg­ur eru töl­urn­ar um um­fangið allt að því stjarn­fræðileg­ar. Seg­ir þannig á vef Guar­di­an að skóg­ur­inn sem á að rækta upp muni, ef áætlan­ir gangi eft­ir, þekja 400 millj­ón­ir hekt­ara árið 2050. 

Kín­verj­ar státi þegar af stærsta skógi sem ræktaður hafi verið frá grunni. Sá þekur um 500.000 fer­kíló­metra en til sam­an­b­urðar er Ísland rétt rúm­lega 100.000 fer­kíló­metr­ar.

Ann­ar mæli­kv­arði á um­fangið er að kín­versk stjórn­völd sjá fyr­ir sér að skóg­ar­tref­ill­inn nái frá Xinjiang-héraði í vestri til Heilongjiang-héraðs, alls 4.480 km leið, um miðja þessa öld. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert