Bin Laden hefur áhyggjur af hlýnun jarðar

Osama bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Al-Qaeda, segist í nýju ávarpi hafi áhyggjur af loftslagsbreytingum. „Fórnarlömb loftslagsbreytinga eru mörg... fleiri en fórnarlömb stríðs," segir bin Laden í ávarpi, sem birt er á netinu. 

Stofnunin SITE Intelligence Group, sem fylgist með vefsvæðum róttækra íslamista, segir að ávarpið hafi birst. Ekki hefur verið staðfest, að það sé bin Laden sem talar en ekki hefur heyrst í honum opinberlega frá því í mars. 

Ekki er heldur ljóst hvenær ávarpið var tekið upp en bin Laden óskar múslimum til hamingju með ramadam, heilagan föstumánuð, sem lauk 10. september.

„Hamfarirnar (í Pakistan) eru gríðarlegar og erfitt að lýsa þeim," segir bin Laden og vísar þar til mikilla flóða, sem þar urðu nú síðsumars. Í ávarpinu kemur hann með ýmsar ráðleggingar um hvernig eigi að bregðast við loftslagsbreytingum og að ríkisstjórnir eigi að grípa til aðgerða.  

Osama Bin Laden.
Osama Bin Laden. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert