Hvetur kristna til að flýja Írak

Kristnir menn í Baghdad syrgja eftir að yfir 50 manns …
Kristnir menn í Baghdad syrgja eftir að yfir 50 manns voru myrt í gíslatöku í kirkju í borginni 1. nóvember. MOHAMMED AMEEN

Kristn­ir menn í Írak ættu að yf­ir­gefa landið hið fyrsta vilji þeir ekki horfa fram á að verða myrt­ir af Al-Qa­eda. Þetta seg­ir íraski erki­bisk­up­inn At­hanasi­os Dawood í viðtali við BBC. „Ef þeir verð um kyrrt þá verða þeir drepn­ir, einn af öðrum," seg­ir Dawood sem gerði málið fyrst að um­tals­efni við messu í sýr­lensku rétt­trúnaðar­kirkj­unni í London.

Í síðustu viku lýstu hryðju­verka­sam­tök­in Al-Qa­eda því yfir að kristn­ir menn um all­an heim væru „lög­gild skot­mörk". Segj­ast sam­tök­in bera ábyrgð á gíslatöku í dóm­kirkju í Bag­hdad í síðustu viku sem endaði með blóðbaði þegar yfir 50 manns, safnaðarbörn, prest­ar og lög­reglu­menn, voru myrt. „Fólkið okk­ar í Írak býr við hættu. Það hef­ur enga vernd, eng­an stuðning, eng­an sem gæt­ir þeirra," hef­ur BBC eft­ir Dawood, sem sjálf­ur er bú­sett­ur í London.

„Hvort er væn­legra fyr­ir okk­ur, að vera um kyrrt og vera drep­in, eða að flytja til annarra landa til að geta lifað þar í friði?" Dawood biðlaði til landa Evr­ópu­sam­bands­ins um að veita kristn­um flótta­mönn­um frá Írak hæli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka