Zapatero áminnti páfa

Jose Luis Rodrigo Zapatero forsætisráðherra Spánar.
Jose Luis Rodrigo Zapatero forsætisráðherra Spánar. Reuters

For­sæt­is­ráðherra Spán­ar, Jose Luis Rodrigo Zapa­tero, minnti Bene­dikt XVI páfa á að Spánn væri ver­ald­legt ríki þar sem ríki og trú­fé­lög séu aðskil­in, eft­ir að páfinn sagðist standa vörð um gildi kirkj­unn­ar and­spæn­is end­ur­bót­un­um í stjórn­artíð hans. Zapa­tero hef­ur meðal ann­ars greitt götu hjóna­skilnaða, fóst­ur­eyðinga og hjóna­bands sam­kyn­hneigðra.

Páfinn varði helg­inni á Spáni þar sem hann pre­dikaði um heil­aglíka lífs allt frá getnaði og um að fjöl­skyld­an grund­vallaðist á ást milli karls og konu. Hjóna­bandi sam­kyn­hneigðra var hins­veg­ar tekið fagn­andi á Spáni og á fyrstu fimm ár­un­um síðan það var inn­leitt hafa orðið 20.000 pör vígst til hjóna­bands. Marg­ir fögnuðu skila­boðum páfa, en aðrir gagn­rýna þau harðlega.

Í yf­ir­lýs­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu seg­ir að Zapa­tero hafi átt fund með Bene­dikt á flug­vell­in­um í Barcelona stuttu áður en hann hélt til Róm­ar. Sagði hann að sam­skipti Spán­ar og Vatik­ans­ins væru góð, en "ít­rekaði að þau væru byggð á stjórn­ar­skránni, þar sem skýrt væri kveðið á um að Spánn sé ver­ald­legt ríki sem viður­kenni áhrifa­mátt Kaþólsku kirkj­unn­ar á Spáni en tryggi jafn­framt frelsi fyr­ir alla," að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Í leiðara dag­blaðsins El País seg­ir í dag að páfinn hafi með heim­sókn sinni haft "ein­stakt tæki­færi til að tengja sam­an trú, rök­hyggju og menn­ingu" en hann hafi ekki nýtt sér þetta tæki­færi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert