Prestur með 600 gígabæti af barnaklámi

Lögregla handtók í vikunni prest á sextugsaldri eftir að gríðarlegt magn af barnaklámi fannst í tölvu í skrúðhúsi kirkjunnar þar sem hann þjónar. 

Luisa Oliver, bæjarstjóri Vilafames, 2200 manna bæjar á austurhluta Spánar, segir að bæjarbúum sé brugðið vegna fréttanna. Dómari ákvað að láta prestinn lausan í dag en saksóknaraembætti héraðsins segist munu kæra þá ákvörðun til æðri dómstóls.  Prestinum hefur verið vikið úr embætti.

Alls fundust í tölvunni 2200 skrár sem innihéldu barnaklám, alls 600 gígabæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert